Bræðrafélagið Vinir Ketils Bónda

~ Reglur félagsins ~

I. Kafli
1.1       Félagið heitir Vinir Ketils Bónda, en skal öllu jafna ganga undir heitinu VKB.
1.2       Félagið er bræðrafélag og ber mönnum því að líta á aðra innan félagsns sem bræður og umgangast þá sem slíka.
1.3       Félaginu er ætlað að vinna að hagsmunum karlmanna og brjóta á bak aftur það mótlæti sem okkur er sýnt, auk þess að veit félagsmönnum afþreyingu og skemmtun árið um kring.
1.4       Æskilegt er að meðlimir félagsins eigi búning félagsins.
1.5       Allir meðlimir félagsins eru jafnir, nema sumir eru jafnari en aðrir.
1.6       Meðlimum félagsins er skylt að taka þátt í öllum uppákomum félagsins, nema þeir séu fjarverandi.

II. Kafli
2.1       Félagið er bræðrafélag, og getur þar af leiðandi einungis verið skipað karlmönnum.
2.2       Menn þurfa að vera búnir að ná 20 ára aldri til að geta fengið inngöngu í félagið.
2.3       Æskilegt er að meðlimir félagsins hafi ánægju af neyslu áfengis.
2.4       Þeir sem sækja um inngöngu í félagið verða að vera samþykktir með minnst 80% atkvæða í leynilegum kosningum á aðalfundi.
2.5       Til að umsókn um inngöngu í raðir félagsins sé tekin gild þarf umsækjandi að fá tvo félagsmenn til þess að veita sér meðmæli. Meðmæli skulu berast kjörstjórn fyrir 1. júní. Meðlimum kjörstjórnar er óheimilt að veita umsækjendum meðmæli.
2.6       Nýjir meðlimir félagsins skulu vera vígðir inn í félagið.
2.7       Innvígsla nýrra meðlima skal vera í höndum innvígslunefndar sem forseti skipar.
2.8       Innvígsla nýrra meðlima skal fara fram á þjóðhátíð.

III. Kafli
3.1       Forseti félagsins skal vera kjörinn í leynilegum kosningum á aðalfundi félagsins ár hvert.
3.2       Umsóknir um inngöngu í félagið skulu berast til félagsins eigi síðar en 1. júní.
3.3       Framboð til embættis forseta skal tilkynna á félagsfundi eigi síðar en 1. júní.
3.4       Aðalfundur félagsins skal vera haldinn laugardag fyrir sjómannadag ár hvert.
3.5       Forseti skal sjá um fundarstjórn á aðalfundum.
3.6       Forseti félgsins hefur vald til að skipa stjórn sem í skulu sitja 4 menn auk hans. Þ.e. Varaforseti, Fjármálaráðherra, Félagsmálaráðherra auk eins meðstjórnanda .
3.7       Stjórn félagsins skal sjá um daglegan rekstur og skipulag félagsins.
3.8       Stjórnfélagsins heitir Bjaddni.
3.9       Forseti félagsins skal skipa í nefndir um einstök mál.
3.10     Forseti skal skipa formenn í fastanefndir, og skulu þeir sjá um að manna þér með félagsmönnum.
3.11     Fjöldi nefndarmanna í fastanefndum er ekki bundinn, en þó skal helst vera miðað við að tveir menn sitji í þeim, auk formanna.
3.12     Fastanefndir félagsins eru eftir taldar: Hagsmunanefnd karlmanna, Auglýsinganefnd, Tjaldnefnd og Ritnefnd.
3.13     Það sem fram fer á fundum félagsins er trúnaðarmál og skal ekki rætt utan fundar. Brota á þessu getur varða við brottrekstur úr félginu, samanber reglu 5.1.
3.14     Heiðursfélagar skulu kjörnir á aðalfundi með meir en helmingi greiddra atkvæða.
3.15     Heiðurfélagar hafa seturétt og málfrelsi, en ekki atkvæðisrétt á fundum félagsins.
3.16     Um umsókn heiðursfélaga til að gerast óbreyttir félagsmenn gilda sömu reglur og um aðra, samanber reglur 2.1, 2.2, 2.3 og 2.4.
3.17     Félagið er pólitískt óháð.
3.18     Félagið er óháð Amnesty International.
3.19     Starfstími Bjaddna skal miðast við aðalfund og reikningur miðast við 1.júní ár hvert.
3.20     Í fjarveru forseta skal varaforseti stjórna fundum. Í fjarveru þeirra skal einhver stjórnarmeðlimur sjá um fundarstjórn samkvæmt ákvörðun hverju sinni.
3.21     Stjórnarfundur telst lögmætur ef þrír stjórnarmeðlimir hið fæsta sitja fund.
3.22     Ekki gilda almennar reglur um hvað teljist lögmætur félagsfundur en ef komi til að meðlimur lýsi vantrausti á stjórnarmeðlim skal félagsfundur teljast lögmætur ef meirihluti meðlima séu viðstaddir í það minnsta.
3.23     Á hverjum félagsfundi skal stjórn skýra meðlimum frá störfum sínum frá störfum síðan síðasti félagsfundur var haldinn.
3.24     Lýsi meðlimir yfir vantrausti á stjórnarmeðlim skal hann víkja úr stjórn félgsins og ber forseta að annast kjör nýs stjórnarmeðlims sb.r reglu 9.13. Þó er honum heimilt að krefjast annars fundar um málið ef fundinn sátu minna en helmingur meðlima þegar vantrausti var lýst, eða sá sem vantrausti er lýst á var ekki viðstaddur fundinn. Skal sá fundur verða haldinn eigi síður en viku seinna og gildir ákvörðun hans, sé hann lögmætur sb.r reglu 3.22. Verði vantraustið samþykkt aftur skal forseti tilnefna nýjan stjórnarmeðlim sb.r reglu 9.13.
 
IV. Kafli
4.1       Árgjald félagsins skal ákveðið á aðlafundi félagsins ár hvert og vera samþykkt með meirihluta atkvæða.
4.2       Árgjld félagsins skal vera greitt eigi síðar en 1. júní ár hvert.
4.3       Árgjald félagsins er kr. 5.000.
4.4       Ef meðlimur félagsins hefur ekki greitt árgjaldið fyrir 1. júní telst hann ekki virkur félagi og missir þar með atkvæðisrétt sinn á fundum og ekki þarf að gera ráð fyrir honum í skemmtanahaldi né annari starfsemi félagsins.
4.5       Hver sá sem vikið er úr félaginu sökum þess að hafa ekki greitt  árgjaldið getur sótt um inngöngu að nýju.
4.6       Um endurinngöngu fyrrum meðlims í raðir félagsins, sem vikið hefur verið úr því sökum þess að hafa ekki greitt árgjaldið, skal kosið á aðalfundi. Um þær kosningar gilda sömureglur og þegar kosið er um heiðursmeðlimi, s.br reglu 3.14.
4.7       Heiðurmeðlimum er ekki skylt að greiða árgjaldið.
4.8       Nýliðar skulu hafa greitt fyrir föstudag á Þjóðhátíð gjald sem nemur þeirri upphæð sem aðrir félagsmenn greiddu í árgjald fyrir síðasta aðalfund. Annars munu þeir ekki hljóta víxlu inn í félagið og verða því ekki fullgildir meðlimir.
4.9       Forseti félagsins ber ábyrgð á öllum fjármálum félagsins en er heimilt að skipa einn af stjórnarmönnum sínum sem Fjármálaráðherra til að fara með þau.
4.10     Sá sjóður sem safnast af innkomu árgjalds er eign allra félagsmanna.
4.11     Sjóður félagsins er einungis ætlaður til að greiða ýmsan lágan tilfallandi kostnað, og er hugsaður til að koma í veg fyrir að einstaka félagsmenn þurfi að taka á sig kostnað af rekstri félagsins. Honum er þar af leiðandi ekki ætlað að greiða fasta liði svo sem búninga og/eða tjald.
4.12     Stefnt skal að því að á næstu árum muni sjóður félagsins stækka ár frá ári, og að síðar meir muni hann geta staðið undir kostnaðar meiri hlutum eins og kaupum á húsnæði undir starfsemi félagsins.
4.13     Allt það sem kann að vera keypt fyrir peninga úr sjóði félagsins telst eign þess, og þar af leiðandi allra félagsmanna. Ber mönnum því að umgangast eigur félagsins með það í huga. Skemmdarverk á eigum félagsins getur varðað við brottrekstur, samanber reglu 5.1.
4.14     Enginn meðlimur skal fá greitt fyrir þá vinnu sem hann kann að ynna af hendi fyrir félagið.
4.15     Ársreikningur félagsins miðast við  1. júní ár hvert, og skulu honum vera gerð skil á aðalfundi félagsins.
4.16     Fjármálaráðherra félagsins er prókúruhafi að reikningum þess ásamt forseta.
4.17     Peningar skulu aldrei vera teknir útaf reikningum félagsins nema með rekjanlegum hætti. Þ.e.a.s. með beinni millifærslu eða með því að greiða með debetkorti.
 
V. Kafli
5.1       Ef einhver innan félagsins telur ástæðu til að víkja einhverjum úr félaginu skal hann gera grein fyrir því á félagsfundi fyrir 1. júní.
5.2       Um brottvikningu félaga, annara en þeirra sem ekki hafa greitt árgjald 3 ár í röð, skal kosið leynilegum kosningum á aðalfundi félagsins, og þarf minnst 80% atkvæða til að vísa þeim úr félaginu.
5.3       Hverjum þeim félaga sem kann að vera vikið úr félaginu er heimilt að sækja um inngöngu í félagið að nýju. Gilda þá sömu reglur um hann og aðra sem sækja um aðild að félaginu, saman ber reglur 2.1, 2.2, 2.3 og 2.4.

VI. Kafli
6.1       Meðlimir félagsins skulu ætíð gæta þess að sverta ekki nafn félagsins og ímynd þess á nokkurn hátt með hegðun sinni eða gjörðum. Brot á þessu gætu varða við brottrekstur, samanber reglu 5.1.
6.2       Samkynhneigðum mönnum er ekki heimilað að vera í félaginu.
6.3       Enginn meðlimur félagsins skal skara fram úr í nokkurri íþrótt.

VII. Kalfi.
7.1       Engum er ber nafnið Magnús er heimiluð innganga í félagið.
7.2       Ætíð skal sýna Magnúsi fyllstu virðingu.

VIII. Kafli
8.1       Til að reglum þessum verði breytt og eða við þær aukið, verður eftirfarandi skilyrðum að vera fullnægt:
a) Tillaga um breytinguna þarf að vera kynnt í aðalfundargögnum og lögð fram á síðasta félagsfundi fyrir aðalfund félagsins.
b) Breytingin þarf að öðlast einfaldan meirihluta til að öðlast gildi.
c) Reglubreyting öðlast þegar gildi nema á annan veg sé kveðið í henni.
8.2       Að loknum reglubreytingum skal stjórn Bjaddna gefa út gildandi reglur félagsins, það skal vera á tölvutæku formi á heimasíðu félagsins.
8.3       Ef ágreiningur verður um reglubreytingu á aðalfundi má leggja til breytingartillögu, skal hún berast forseta skriflega á fundinum og skal kjósa þegar í stað um hana, ef hún verður samþykkt fellur út reglubreytingin en ef hún er ekki samþykkt skal bera upp reglubreytinguna og kjósa um hana.
8.4       Stjórn félagsins má að loknum aðalfundi laga reglur félagsins en aðeins útlit og uppsettningu. Stjórnin má ekki breyta orðalagi reglna nema bera upp fyrir aðalfund félagsins og það hljóti meirihluta kosningu.
8.5       Reglur þessar öðlast þegar gildi.
 
IX. Kafli
9.1       Félagsmenn VKB kjósa kjörstjórn á félagsfundi fyrir 1.júní. Allir gjaldgengir meðlimir geta gefið kost á sér í kjörstjórn. Óheimilt er fyrir Forseta og stjórnarmeðlimi Bjaddna að bjóða sig fram til kjörstjórnar. Sama gildir um frambjóðendur til Forsetaembættis.
9.2       Í kjörstjórn skulu sitja 3 menn og í samráði við stjórn félagsins skal verða kosið formann kjörstjórnar. Ef atkvæði til formanns kjörstjórnar falla jöfn ræður þá atkvæði forseta úrslitum.
9.3       Kjörstjórn annast kosningar til forseta og nýliðakjörs og aukakosninga og undirbýr kosningar.
9.4       Kjörstjórn lýsir eftir framboðum til forseta og nýliða og rennur framboðsfrestur út 1.júní s.br reglu 3,2 og 3,3.
9.5       Berist ekki framboð til forseta félagsins skal framlengja framboðsfrest um 2 sólarhringa. Slík framlenging skal verða auglýst rækilega af kjörstjórn.
9.6       Berist aðeins eitt framboð til Forseta félagsins verður sá aðili sjálfkjörinn
9.7       Kjörstjórn annast gerð kjörseðla. Á þá skal rita nöfn frambjóðenda í stafrófsröð. Kjör til forseta skal vera efst á kjörseðli. Kjósanda skal einungis heimilt að greiða einum frambjóðenda til forseta atkvæði sitt. Kjósanda leyfist að greiða öllum nýliðum atkvæði sitt. Kjörstjórn metur gildi atkvæðis í forsetakjöri eftir almennum reglum til forsetakosninga á Íslandi og hverjum það telst greitt.
9.8       Kjördeild á kjördag skal vera á aðalfundi félagsins. Kjörfundur stendur yfir í mesta lagi 1 klukkustund.
9.9       Einungis hafa gjaldgengnir meðlimir kosningarétt. Kjörstjórn skal hafa öll slík gögn og hefur rétt til þess að neita meðlimi kosningarétt ef ástæða þykir til, til dæmis ef meðlimur hefur ekki greitt árgjald sb.r reglu 4,4. Einnig ef meðlimur hagar sér ósæmilega á kjörfundi og ef meðlimur er undir verulegum áhrifum áfengis.
9.10     Kjörstjórn skal í samráði við stjórn félagsins setja reglur um það hvernig utankjörfundaratkæðagreiðslum skal háttað hverju sinni. Enda skal ávalt miðað við að utankjörfundaratkvæðagreiðslu skuli lokið er kjörfundur hefst á aðalfundi.
9.11     Atkvæði sem greidd er í utankjörfundaratkvæðagreiðslu telst ekki gilt nema fleiri en einn meðlimur kjörstjórnar sé viðstaddur er utankjörfundar-atkvæðagreiðslan fer fram.
9.12     Að afloknum kosningum telur kjörstjórn atkvæði og úrskurðar hver telst réttkjörinn forseti félagsins og hverjir í nýliðakosningum hlutu inngöngu samkvæmt þeim reglum sem gilda um kosningar innan VKB. Talning atkvæða skal fara eins oft fram og formaður kjörstjórnar þykir.
9.13     Kjörstjórn skal gefa drengskaparheiti um að allt fari rétt fram í talningu og einnig skal kjörstjórn eyða kjörseðlum strax að lokinni talningu. Kjörstjórnarmeðlimir eru bundnir þagnaskyldu og mega ekki gefa upp hvernig atkvæði féllu í nýliðakosningum, einungis skal telja upp þá meðlimi sem fengu inngöngu.
9.14     Reynist kosning til forseta eða nýliða brjóta í bága við lög þessi og ætla megi að brotið hafi haft áhrif á úrslit kosninganna, skulu aukakosningar fara fram innan klukkustundar og skal ný kjörstjórn vera kjörinn á staðnum. Sömu reglur gilda um aukakosningar og aðalkosningar.
9.15     Forseti skal boða nýja stjórn félagsins sb.r reglu 3,6 saman eigi síðar en 2 vikum eftir kosningar, skal þá efna til almenns félagsfundar til að kynna nýja stjórn Bjaddna og raða niður í nefndir.
9.16     Úrsögn úr stjórn félagsins skal vera skrifleg og berast forseta félagsins með útskýringu. Forseti félagsins skal þá efna til stjórnarfundar og tilkynna meðlimum Bjaddna úrsögn áður en tilkynnt er meðlimum VKB um úrsögn stjórnarmeðlims. Nýr sjórnarmeðlimur Bjaddna skal verða tilnefndur af Forseta eigi síður en 2 vikum eftir úrsögn stjórnarmeðlims sb.r reglu 9,12
 
X. Kafli
10.1     Gefi félagið út hefti fyrir Þjóðhátíð skal það bera heitið Þroskahefti.
10.2     Ritstjóri Þroskaheftis skal vera tilnefndur á félagsfundi eftir aðalfund með meirihlutakosningu.
10.3     Ábyrgðarmaður Þroskaheftis er forseti félagsins.

[ - Aftur á forsíðu - ]